Dægurstjörnurnar Einar Kárason rithöfundur og tónlistarmaðurinn Pálmi Gunnarsson takast á á samfélagsmiðlum um baráttumáll dagsins “Bús í búðir”:
“Auðvitað á að selja áfengi í venjulegum verslunum, eins og gert er meira og minna um öll Vesturlönd. Það er án vafa fáránlega óhagkvæmt að vera að reka allar þessar sérstöku vínbúðir, með tilheyrandi kostnaði í húsnæði og mannahaldi, fyrir utan að þjónustan þar, eins og að ekki sé hægt að kaupa almennilega kældan bjór, er vanvirða við neytendur,” segir Einar Kárason eftir að hafa mundað stílvopnið.
En þá mundar Pálmi Gunnarsson titrandi bassann:
“Mér finnst að eigi að leggja bjórlagnir í öll hús. Slöngur með munnstykki þannig að fólk þurfi ekki að hreifa neitt annað en andlits og hálsvöðva.”