Gunnar Þorsteinsson, kenndur við Krossinn, er í ábyrgð fyrir námláni múslimaforingjans Salmann Tamimi.
“Tamimi var mágur minn um hríð og móðir mín var í ábyrgð fyrir námsláni hans sem hann tók þegar hann lærði tölvunarfræði við Háskólann. Svo þegar móðir mín lést erfði ég abyrgðina,” segir Gunnar sem er nýfluttur í Hveragerði með eiginkonu sinni, Jónínu Ben, og kann þar vel við sig.
“Hér höfum við búið í viku og kunnum vel við okkur í skjóli náttúrunnar. Hér er gott mannlíf, stutt í alla þjónustu og svo er hér besta sundlaug á Íslandi,” segir Gunnar alsæll í Hveragerði með námslán Tamimi á bakinu.