Íslensk kona sem er að fara að ættleiða barn frá Togo í Afríku fékk skeyti frá ræðismanni Íslands í landinu þar sem hann fór fram á að hún útvegaði mynd af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, sem hann gæti haft á skrifstofu sinni.
Þetta er annað barnið frá Togo sem konan ættleiðir og hún sendi Guðna Th. Jóhannessyni prívatskilaboð á Facebook sem forsetinn svaraði um hæl; gaf upp símanúmer hjá ritara sem myndi redda þessu, tveir myndir væru til, hún mætti velja og hann skyldi árita.
“Flottur forseti,” sagði konan.