Quantcast
Channel: Eiríkur Jónsson » Langar fréttir
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053

HUNDAR “SMELLA”Á FACEBOOK

$
0
0
Löngu áður en Mark Zuckerberg fann upp á því að tengja fólk saman á Facebook höfðu hundar þróað aðferð til að láta vita af ferðum sínum, hvað þeir höfðu borðað og drukkið og hvernig þeim leið almennt.

Hundafésbókin sést afar greinilega þessa dagana meðfram öllum gönguleiðum, gulir “smellir” í snjónum sem ferfætlingarnir stoppa við og lesa með nefinu áður en þeir skilja sjálfir eftir sín skilaboð.

Sá er munurinn á hundafésbók og fésbók fyrir fólk að á þeirri fyrrnefndu eru allir sjálfkrafa samþykktir sem vinir.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053