
Hundafésbókin sést afar greinilega þessa dagana meðfram öllum gönguleiðum, gulir “smellir” í snjónum sem ferfætlingarnir stoppa við og lesa með nefinu áður en þeir skilja sjálfir eftir sín skilaboð.
Sá er munurinn á hundafésbók og fésbók fyrir fólk að á þeirri fyrrnefndu eru allir sjálfkrafa samþykktir sem vinir.