Kvikmyndatímaritið Variety segir mikla spennu í bíóheimum vegna frumsýningar rómantísku lesbíumyndarinnar Below Her Mouth.
Eingöngu konur komu að gerð myndarinnar á tökustöðum en hún segir sögu tveggja kvenna sem eiga óvæntan ástarfund sem breytir lífi þeirra beggja.
Í aðalhlutverkum eru Natalie Krill og Erika Linder. Linder leikur tískuritstjóra sem allt leikur í höndunum á þar til Krill birtist á sviðinu og ekkert verður sem áður var.
Below Her Mouth hefur þegar verið sýnd á nokkrum kvikmyndahátíðum, meðal annars í Toronto og Gautaborg og hlotið einróma lof.