Hér sést svart á hvítu við hverslags kjör íslenskur neytendur búa þegar þeir kaupa í matinn. Fréttaritari okkar í Danmörku fór út í búð fyrr í dag og keypti nokkrar nauðsynjar á margfalt lægra verði en þekkt er á Íslandi.
Hér er skýrslan:
—
500 gr. af þorskpinnum á 18,95 danskar krónur = 293 íslenskar krónur.
Kíló af frönskum kartöflum á 10,95 danskar krónur = 169 íslenskar krónur.
2.168 kg. nýsjálenskt lambalæri á 194,90 danskar krónur = 3,200 íslenskar krónur.
150 gr. skinkuálegg, 20 sneiðr á 7,95 danskar krónur = 232 íslenskar krónur.
500 gr. nautahakk á 25,95 danskar krónur = 402 íslenskar krónur.