Goðsögnin Bryndís Schram spókaði sig um í sólinni í Lágafellslaug í Mosfellsbæ í gær og ræddi við gesti um nágranna sína sem hún hefur áhyggjur af.
Bryndís býr rétt við þar sem áður voru Brúnegg en í dag er á bílaplaninu fjöldinn allur af rútum og mikill erill. Bryndís velti því fyrir sér hvort eggjabóndinn, Kristinn Gylfi Jónsson, væri komin af stað með rútufyrirtæki. Sjálf sagðist hún ekki ánægð með þessa þróun og vill rúturnar burt.
“Ætli hann sé með leyfi fyrir svona rekstri,” spurði hún.