Hin bandaríska Carmen Tyson Thomas er líklega besti erlendi körfuboltaleikmaðurinn sem hingað hefur komið til að spila í úrvalsdeild kvenna, kom hingað árið 2014.
Hún er með ótrúlegar tölur og nánast óstöðvandi. Nálægt 40 stigum í leik og líka með um 17 fráköst í leik.
Nýverið komst hún þó í fréttirnar þegar hún var látin fara frá Njarðvík, en þjálfari liðsins sagði hana erfiða í samstarfi og að kvartanir hefðu borist úr öllum áttum.
Þetta segir Carmen vera hina mestu þvælu en segist líka ekki vilja fara niður á svo lágt plan og þjálfari Njarðvíkurliðsins.
Carmen líkar vel lífið á Íslandi og hyggst sækja um íslenskan ríkisborgararétt, og yrði þar með gjaldgeng með íslenska landsliðinu og hún yrði því gríðarlegur styrkur.
Í dag er Carmen í sambandi með íslenskri stúlku, en fyrir nokkrum árum síðan, 2012 til 2013, var hún tengdadóttir Michael Jordan, besta körfuboltmanns allra tíma og eins frægasta og ríkasta íþróttamanns sögunnar.
Carmen er fædd árið 1991 en dóttir Jordan – Jasmine, er fædd árið 1992. Þær voru yfir sig ástfangnar eins og sést á myndunum en því miður hélt sambandið ekki.