
Klettar í pásu í eldhúsinu á Catalinu: Siggi Árna, Björgvin Gíslason, Rúnar Þór og Ásgeir Óskarsson.
Hljómsveitin Klettar heldur uppi dansstuði á Catalinu í Kópavogi relgulega flestar helgar og verður þar annað kvöld frá 23:00 – 02:00.
Þaða er engir smákallar sem skipa Kletta undir stjórn tónskáldsins Rúnars Þórs, Siggi Árna á bassa, Björgvin Gíslason á sólógítar og Ásgeir Óskarsson ber húðirnar í pásu frá Stuðmönnum.
“Þetta er alls konar fólk sem kemur á böllin, mest eldra fólk reyndar og það dansa allir út í eitt,” segir Siggi bassaleikari sem hefur gaman af þessu. “Við erum mest með þessi gömlu góðu lög sem þessi kynslóð kann.”
- En ef yngra fólk kemur á staðinn?
“Ef við sjáum hóp af yngra fólki í salnum skiptum við snögglega yfir í eitthvað nýtt, yfirleitt Dark Side Of The Moon með Pink Floyd.”