Nú er komið í ljóst að Seðlabankinn hefur gerst sekur um stórkostleg afglöp þegar bankinn seldi Kaupþingi hlut sinn í Aríon. Hluturinn reyndist skömmu siðar vera fimm milljörðum verðmætari. Sigurður Ingi, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur lýst því á Alþingi að þessu eigi að jafna til Borgunarmálins. Enginn fyrirvari hafi verið í samningnum Seðlabankans um söluna.
Í Borgunarmálinu þurfti Steinþór Pálsson bankastjóri að víkja sem bankastjóri Landsbankans sem er í eigu ríkisins. Nú er víða spurt:
Þarf ekki Már Guðmundsson seðlabankastjóri að víkja þegar hann gerir samskonar mistök, bara hálfu verri?
Þá eru menn ekki heldur búnir að gleyma því þegar Seðlabankinn seldi hlutinn í FIH bankanum í óðagoti og tapaði a því stórfé.
Hver ræður?