Quantcast
Channel: Eiríkur Jónsson » Langar fréttir
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053

TEXASBORGARAR HÆTTA

$
0
0

Einn þekktasti veitingastaður höfuðborgarinnar, Texasborgarar á Granda, lokar 1. maí og ástæðan er hækkandi húsaleiga við Reykjavíkurhöfn.

“Það komu hingað átta strákar sem reka Húrra tískuvöruverslunina á Hverfisgötu og eru líka að undirbúa matarmarkaðinn á Hlemmi og buðu eiganda húsnæðisins tvöfalda þá leigu sem ég er að borga. Ég ræð ekki við svoleiðis þannig að Texasborgarar loka um næstu mánaðamót en ég held áfram með Sjávarbarinn hér við hliðina og það er bara ágætt,” segir Magnús Ingi meistarakokkur og hugsar sitt ráð.

Fáum hefur tekist jafnvel að markaðssetja skyndibita og Magnúsi Texasborgarana. Allir þekkja þá; jafnvel erlendis. Nýir leigutakar ætla að opna ítalskan pizzustað í húsnæðinu.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053