—
Nú er komið í ljós að húsleit hjá Samherja og málarekstur Seðlabankans undanfarin fimm ár var tilefnislaus.
Undir linsum sjónvarpsvéla voru sóttir tvöhundruð pappakassar af skjölum í húsleit og lagt hald á tölvugögn.
Milljarðar áttu að vera í húfi.
Í dag kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp dóm sinn. Felldi niður fimmtán milljón króna stjórnvaldssekt og dæmdi Seðlabankann til að borga Samherja fjórar milljónir í málskostnað.
Önnur eins sneypuför hefur ekki verið farin af opinberri stofnun og einsdæmi að seðlabankstjóri sé tekinn svona í bakaríið. Heyrst hefur að eftirlits- og stjórnskipunarnefnd ætli að láta málið til sín taka.Ekki er líklegt að þar verði bakkelsi á borðum.