Konurnar í Kastljósi ríkisins, Þóra Arnórsdóttir og Helga Arnardóttir, bryðja nú sykurlausa brjóstsykra í gríð og erg og þykir gott.
Þetta upplýsir samstarfsmaður þeirra, Helgi Seljan, og segir:
“Samstarfskonur mínar dedúa eitt og annað. Nú bryðja þær það sem ku vera “sykurlaus brjóstsykur” og eru svona líka lukkulegar með gúmmulaðið.”