Quantcast
Channel: Eiríkur Jónsson » Langar fréttir
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053

SKÓVINNUSTOFA HAFÞÓRS TIL SÖLU

$
0
0

“Ég er búinn að vera í þessu í 50 ár og þetta fer að verða gott,” segir Hafþór skósmiður í kjallaranum í Garðastræti sem sett hefur skóvinnustofu sína á sölu, eina þá þekktustu í höfuðborginni og þá sérstæðustu.

“Það er ekkert í hendi varðandi söluna en menn sýna áhuga. Ég get selt húsnæðið strax en veit ekki hvernig fer með tækin og tólin,” segir Hafþór sem vill fá 40 milljónir fyrir stofuna sem verður að teljast gott verð fyrir stað sem þennan.

“Ég verð 74 ára í nóvember. Þetta er orðið gott,” segir hann.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053