Quantcast
Channel: Eiríkur Jónsson » Langar fréttir
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053

ANDVAKA EFTIR RAUÐVÍN

$
0
0

Jónatan Hermannsson er einn beittasti penninn á samskipasíðum og segir:

“Rauðvín, drukkið að kvöldi, virkar eins og kaffi og veldur andvöku.

Í nótt fór gamall maður að hlusta á útvarpið. Upp úr miðnættinu var þar endurfluttur þáttur frá 2007 þar sem Lísa Páls gekk um Þingholtsstræti með Guðjóni Friðrikssyni. Margt sögðu þau fróðlegt um þá götu og ekki er nokkur möguleika á því að endurtaka það allt.

Set heimild um uppruna Þingholtanafnsins í aðra stöðu hér á eftir eða í kvöld.

Farsóttarhúsið eða Farsótt við gatnamót Þingholtsstrætis og Spítalastígs (nú Þingholtsstræti 25) var einkasjúkrahús, reist 1884, og var eina sjúkrahús bæjarins til 1902 þegar Landakot tók til starfa.

Við Farsótt var frægt líkhús, þar var líkunum staflað upp í spönsku veikinni 1918. Þar var líkskurðarstofa og læknanemar krufðu lík. Enginn vildi láta skera svo nokurrn sér nákomin og því var líkaþurrð. Því keyptu læknar líkið af Þórði Malakoff fyrirfram fyrir brennivín.

Líkhúsið er horfið en grunnurinn stendur enn. Þar þótti svo reimt þegar Guðjón var ungur að krakkar tóku á sig krók til þess að koma þar hvergi nærri.

Árið 1920 var sjúkrahúsið tekið undir farsóttarsjúklinga, fyrst einkum taugaveiki, fékk þá nafnið. Sú starfsemi var þar rekin til 1964.

Öll árin veitt María Maack starfseminni forstöðu. Utan vinnu var hún ferðagarpur og er sú María, María sem Sigurður Þórarinsson kveður til í Þórsmerkurljóði.

Árið 2007, þegar viðtalið var tekið, var í Farsóttarhúsinu giststaður útigangsmanna. Svo er enn samkvæmt Wikipedíu.

Nágrannar, sem teknir voru tali, sögðu allir að það væri hið besta mál. Refurinn migi ekki í greni sitt og afbrotamenn, sem ættu sér þar athvarf, vernduðu umhverfið.

Og þrátt fyrir skipulagsslys og skort á gangstéttum, bílastæðum og grænum svæðum, þá eru Þingholtin eitt það hverfi er flestir vilja byggja á landi hér.”


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053