Þyngsti maður í heimi, Juan Pedro Franco, gekkst undir aðgerð á sjúkrahúsi í heimalandi sínu, Mexíkó, í síðustu viku þar sem garnir voru styttar og maginn minnkaður. Juan Pedro er tæplega 600 kíló og er von lækna að hægt verði að létta hann um helming eftir aðgerðina.
Landi Juan Pedro, Manuel Uribe, vara skráður þyngsti maður veraldar þar til hann dó í fyrra en Manuel var tveimur kílóum þyngri en Juan Pedro.