Ásmundur Friðriksson alþingismaður komst í land frá Vestmannaeyjum í morgun en það gekk ekki þrautalaust fyrir sig:
“Það er skítabræla milli lands og Eyja en lendingu í Landeyjarhöfn ótrúlega mjúk og góð. Mikil sjóveiki var um borð í Baldri á leiðinni sem tók klukkutíma í stað 35 mínútna. En allir komu þeir aftur og engin þeirra dó…”