Borist hefur póstur:
—
Þulurinn Gísli Marteinn í Eurovision undraði sig á nafni úkrönsku hljómsveitarinnar O Torvald og sagði að það hlyti að vera undir norrænum áhrifum án þess að leita frekari svara.
Hið rétta er að Þorvaldur víðförli Konráðsson er Úkraínumönnum og Hvít-Rúsum að góðu kunnur. Hann fór með trúboð á þessar slóðir á 10. öld ásamt þýskum biskupi, Friðriki. Ort voru um þá níðkvæði og þeir sagðir samkynhneigðir. Það þoldi Þorvaldur illa og drap þá sem þannig höfðu ort.
Að lokum héldu þeir til Noregs og þar sagði biskup skilið við Þorvald „því að þú vilt seint láta af manndrápum“. Þorvaldur hélt síðan til Jerúsalem og þaðan til Úkraínu og síðan Hvíta Rússlands. Sagt að hann sé grafinn undir dómkirkju í Kiev (Kænugarði).
Gísli Marteinn hefði átt að kanna þetta.