Það var stjörnuflóð á Forréttindabarnum (Forréttabarnum) í Nýlendugötu 101 síðdegis á sunnudegi þegar Tottenham var að vinna Manchester United 2-1.
Knattspyrnustjarnan Heiðar Helguson fylgdist með ásamt konu sinni og athafnamaðurinn Eyþór Arnalds sat með sinni frú skammt frá en þau voru meira að borða en horfa á fótbolta.
Svo birtist Hugleikur Dagsson og byrjaði að teikna.