“Mjaðmahnykkjum inn sumrinu með flottustu magadansmeyjum Íslands,” segja þær og ætla að vera með eina sýningu í Tjaranarbíói laugardaginn 20. maí klukkan 20:00 – aðeins eina sýningu.
Magadans hefur verið iðkaður í fjölda dansstúdíóa á Íslandi síðan fyrsta magadansnámskeiðið var haldið hér snemma á tíunda áratugnum. Gróskan er mikil og stílarnir og dansararnir fjölbreyttir. Nú koma hóparnir á höfuðborgarsvæðinu saman og búa til frábæra sýningu með eitthvað fyrir alla; sannkölluð dansveisla.
Auk magadansins verða geggjuð gestaatriði sem sýna salsa, burlesque og Bollywood. Að lokinni sýningu breytist danssviðið í austurlenskt diskótek þar sem gestir og dansarar láta gamminn geysa.
Miðaverð: 2.500 krónur.