Gítarsnillingurinn Björgvin Gíslason gengur til liðs við Spottana á tónleikum á Café Rosenberg á fimmtudagskvöldið og heyrir til tíðinda.
Fyrir í Spottunum eru Eggert feldskeri, Magnús Einarson útvarpsmaður, Ásgeir Óskarsson Stuðmaður og Einar Sigurðsson.
Sem fyrr verður lögð áhersla á vísur eftir Cornelis Vreeswijk en þess utan fylgja söngvar eftir Megas, Hank Williams, Magnús Eiríksson ofl.
Aðgangur 2.500kr.