Samkvæmt heimildum erlendis frá hafa tónskáldið Ólafur Arnalds og Alba Solís fellt hugi saman. Ólafur hefur verið að gera það gott í tónlistinni víða um heim og þá ekki síst í kvikmyndatónlist og Alba hefur lært til arkitekts í Svíþjóð.
Varast ber að rugla Ölbu Solís saman við argentínska söngkonu með sama nafni sem þekktust var fyrir tangósöngva sína (Alba Solís 1927-2016).