Til stendur að opna vegan-veitingastað á Gauknum í Tryggvagötu þar sem fyrsta bjórkráin á Íslandi var opnuð þó það byrjaði með bjórlíki.
Þaða er rokkstjarnan Krummi sem stendur að þessu ásamt heitkonu sinni og vini, safna á Karolina Fund og pabbi Krumma, Björgvin Halldórsson, hvetur sitt fólk til dáða:
Kæru vinir. Ég hvet ykkur til að styrkja þetta frábæra ævintýri hjá Krumma syni mínum og heitkonu hans Linnea Hellstrom. Þau eru að setja á stofn frábæran 100% vegan matsölustað í hjarta Reykjavíkir. Stuðningur ykkar er mikilvægur. Skoðið slóðina nánar hér. Bestu fyrirfram þakkir.