Margir fjölmiðlamenn ráku upp stór augu þegar Mogginn tilkynnti um útvarpsstarfsemi sína á K 100 því þar er i stafni sem fréttastjóri Auðunn Georg Ólafsson sem áður starfaði sem frétttstjóri í heilar fimm klukkustundir á fréttastofu Ríkisútvarpsins þegar verið var að fylla upp í skarðið sem Kári Jónasson fyrrverandi fréttstjóri skildi eftir sig.
Það voru pólitískir vinir Auðunns Georgs úr Framsóknarflokknum sem ætluðu sér að troða honum þarna inn en eftir skoðunarferð á fréttastofuna í fylgd Markúsar Arnar þáverandi útvarpsstjóra, og mikil mótmæli fréttamanna fyrir og á meðan skoðunarferðinni stóð, tók einn fréttamannanna Auðunn afsíðis og leiddi honum fyrir sjónir að það væri heillavænlegast fyrir hann að yfirgefa húsið hvað hann svo lika gerði og hefur ekki sést þar síðan.
Líklega verður dvöl Auðuns aðeins lengri á Mogganum.