Þráinn Steinsson útvarpsmaður á Bylgjunni er búinn að komast að því að búið sé að spila fimm tiltekin lög Bubba Morthens 1,5 milljón sinnum á Spotify:
“Hvað ætli sú gleði sem það veitti þeim sem hlustuðu skili sér í vasa listamannsins? Og allra annara sem gefa okkur þessa gleði sem tónlist færir okkur? Örugglega ekki sanngjarnan hlut,” segir Þráinn og varpar um leið ljósi á hlutskipti skapandi tónlistarmanna í rafrænum nútíma.