Quantcast
Channel: Eiríkur Jónsson » Langar fréttir
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053

DÝRT KLÚÐUR LÖGMANNS

$
0
0

Ljóst er að fólkið í húsfélaginu 101 Skuggahverfi er óhresst með hátt á annan tug milljón króna lögmannskostnað eftir að hafa tapað máli í Hæstarétti varðandi útleigu á þremur íbúðum til ferðamanna.

Málið hefur vakið athygli. Mikið ónæði var af útleigu íbúðanna og vildu aðrir húseigendur stoppa þessa starfsemi. Skiljanlega, þetta er í dýrustu og “fínustu” sameign landsins. Málið vannst í héraðsdómi. En lög geta verið flókin og þá reynir á hæfni og þekkingu lögmanna.

Grímur Sigurðsson hæstaréttalögmaður hjá Landslögum, sem annaðis málið fyrir húsfélagið, klikkaði á einföldu lagatæknilegu atriði og því tapaðist málið fyrir Hæstarétti. Hann semsagt höfðaði málið í nafni húsfélagsins 101 Skuggahverfi, en það nær yfir marga stigaganga. Grímur krafðist fyrir hönd húsfélagsins að samþykki allra íbúa þess þyrfti fyrir atvinnustarfsemi á borð við útleigu íbúðanna. En Hæstiréttur benti á að aðeins viðkomandi stigagangur (húsfélagsdeild) hefði átt rétt á að gera þessa kröfu um samþykki allra íbúa. Því fór sem fór, þetta mikilvæga prófmál tapaðist herfilega vegna þess að lögmaðurinn gætti þess ekki að hafa rétta aðila að málshöfðuninni.

En ekki aðeins er þetta dýrkeypt klúður fyrir viðkomandi húsfélag, heldur fyrir alla íbúðareigendur í fjölbýlishúsum sem láta skammtíma útleigu íbúða til ferðamanna fara í taugarnar á sér. Vonast var til að þessi dómur væri fordæmisgefandi, þannig að ekki færi á milli mála að allir nágrannar í húsinu þyrftu að samþykkja slíka útleigu. Núna er þetta komið á byrjunarreit og spurning hvaða húsfélag er í stuði til að dæla nokkrum milljónum króna í ný málaferli.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053