Næst-ódýrasta bensínstöð landsins stendur meira eða minna tóm alla daga. Orkan X er með bensínið á föstu verði, 180 kr. lítrinn. Aðeins Costco býður betur og þar er röð við allar 16 dælurnar alla daga.
Það er vandlifað að standa í samkeppni. Eða svo þessu sé snúið upp á Nóbelsskáldið: „Heldur þann versta en þann næstbesta“ sagði Snæfríður Íslandssól í Íslandsklukkunni þegar faðir hennar spurði hana 17 ára gamla hvers vegna hún vildi ekki Dómkirkjuprestinn.