Kúahópur varð manni að bana sem var í göngutúr nærri Guestling í Sussex á Englandi á mánudaginn.
Um var að ræða Brian Bellhouse sem auðgaðist mjög þegar hann fann upp sprautulausar bólusetningar og visi ekki aura sinna tal eftir það.
Svo virðist sem æði hafi runnið á beljurnar og þær traðkað Brian til dauða en hann var áttræður.
Fólk í nágrenninu heyrði óp og köll úr kúahópnum miðjum en þegar að var komið var Brian allur og kýrnar orðnar rólegri.