Í sumar tekur Já bíllinn nýjar 360° myndir um land allt.
“Við stefnum á að byrja á höfuðborgarsvæðinu í júní og förum svo um landsbyggðina þegar líður á sumarið, en myndatakan er þó alltaf háð veðri,” segja þeir hjá já.is
Toyota er samstarfsaðili Já í 360° myndatökunni. Já bíllinn er af gerðinni Toyota Yaris Hybrid og hentar vel í verkefnið enda vistvænn og lipur.
Nýjar 360° myndir munu birtast inn á kortavef Já með haustinu. Allar persónugreinanlegar upplýsingar (andlit, skráningarnúmer ökutækja) verða afmáðar af myndunum fyrir birtingu.