Quantcast
Channel: Eiríkur Jónsson » Langar fréttir
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053

HÁTÍSKUHÖNNUÐUR Í STRÍÐI VIÐ BORGARSTJÓRN

$
0
0

Helga Björnsson fyrrum hátískuhönnuður fyrir tískuhús Louis Feraud í París um áratugaskeið stendur í annars konar og ólíkri baráttu nú en þá. Helga sem flutti til Reykjavíkur eftir áratuga búsetu í París og býr nú á efstu hæð í steinhúsi á Grettisgötu næst horninu sem væri ekki í frásögur ef þar væri ekki að rísa risahótel. Samkvæmt úrskurði auðlindastofnunar frá því í mars s.l. var byggingarleyfið fyrir þessum framkvæmdum fellt úr gildi – sjá hér.

Helga ásakar borgaryfirvöld um yfirgang, íhlutun í eignarrétt og friðhelgi einkalífs með framkvæmdunum þar sem lífsgæði íbúa í húsinu nr. 3 skerðast verulega við að þarna rísi risabygging (Trump tower eins og Helga kallar hið fyrirhugaða hótel). Ekki nóg með að íbúum hrjósi hugur við að 5-6 hæða hótel komi ofan í kokið á þeim heldur gera framkvæmdirnar íbúum ókleift að sinna hefðbundnum daglegum störfum. Allt leikur á reiðiskjálfi og húsið hristist eins og legóbygging þegar risaborar nauðga útvegg þess  þannig að sprungur hafa myndast hér og þar. Helga ásakar borgarstjórn Reykjavíkur um helberan yfirgang og að ganga erinda fjársterkra afla sem venjulegir borgarar eiga ekki roð við.

Helga á ekki langt að sækja pólitískan baráttuanda þótt hún hafi einbeitt sér að listinni hingað til. Hún er afkomandi Björns Jónssonar ritstjóra í föðurætt en afi hennar var Sveinn Björnsson, fyrsti forseti lýðveldisins. Listrænu taugina fær hún úr móðurættinni en ömmubróðir hennar var Einar Jónsson myndhöggvari.

Sjá aðra frétt hér.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053