Eigendur þessara bifreiða eru líkast til í útlöndum og hafa fylgt tilmælum og ráðum um að taka flugrútuna til Keflavíkur frá BSÍ og láta bílinn standa á meðan.
Gallinn er sá að almennt bílastæði við BSÍ er ekki annað en útflattur, kantlaus malarbingur þannig að það þarf ekki annað en eitt dekk nái út á gras, þá er kominn sekt. Og ekki bara ein sekt heldur tíuþúsund krónur á dag. Og útsendarar Bílastæðasjóðs fylgjast vel með.
Sá sem er svo óheppinn að leggja þarna of nærri graflöt og vera svo úti í tíu daga er sektaður um hundrað þúsund krónur þegar hann kemur heim.
Óumsemjanlegt.
Hvað þá hinir sem eru að missa af rútunni, fá ekkert stæði og leggja á grasinu sjálfu. Þeir eru búnir að tapa fyrirfram.