Einn þekktasti morguverðarstaður og kaffihús Reykjavíkur um 20 ára skeið, Grái kötturinn á Hverfisgötu gegnt Þjóðleikhúsinu, hefur verið seldur.
Myndlistarhjónin Jón Óskar og Hulda Hákon opnuðu staðinn fyrir 20 árum með syni sínum, Burkna J. Óskarssyni, og hafa rekið síðan en nú taka önnur hjón við, Elín Ragnarsdóttir og Ásmundur Helgason en þau stjórnuðu tímaritaútgáfu Birtings um árabil og reka nú eigið útgáfufyriræki.