Fjölmennasta skákmót landsins fór fram um helgina í Rimaskóla. Segja að má að þar mætist ekki aðeins stálin stinn heldur líka mikil meirihluti virkra skákmanna af landinu, hátt í 400 skákmenn úr flestum taflfélögum og klúbbum.
Óhætt er að segja að tveir skrautlegir karakterar hafi dregið að sér talsverða athygli margra sem setið hafa þar að tafli eða fylgst með keppninni á vettvangi. Þeim Áskatli Kárasyni frá Akureyri með sín litfögru Elton John gleraugu og hins vegar Kassa Korley, hinum hárfagra, liðsmanni KR-inga með sína tignarlegu hárgreiðslu í dúr við Bob Marley heitinn. Kassa er danskur í aðra ættina en bandarískur i hina og af nígerísku bergi brotinn í föðurætt. Skák þeirra var hin æsilegasta og spennuþrungin mjög. Svo fór að Áskell vann og tryggði þar með norðanmönnum glæsilegan sigur í viðureign félaganna.