Kristjón Haraldsson tók þessa tískumynd í maí fyrir 32 árum og er hún varðveitt í Ljósmyndasafni Reykjavíkur.
Um tískuna segir á vísindavef Háskóla Íslands:
Þegar fjöldinn tileinkar sér fatastíl eða hárgreiðslu eða sækist eftir að eiga tiltekna hluti og ákveðin vörumerki, þá komast þessi hlutir eða fyrirbæri í tísku.
Netið er þess vegna hentugt til að átta sig á því hvað er meira í tísku en annað.