Hildur Þórðardóttir, sem bauð sig fram til embættis Forseta Íslands í fyrra, liggur nú í sólbaði á tyrkneskri strönd og hefur það gott.
Á sólarmyndum sést að hún er með tattú á vinstri upphandlegg sem er óalgengt meðal íslenskra forsetaframbjóðenda ef ekki einsdæmi.
Hildur fékk 0,2 prósent atkvæða í kosningunum en hefði getað híft fylgið upp um nokkur prósent hefði hún sýnt tattúið í kosningabaráttunni.