Quantcast
Channel: Eiríkur Jónsson » Langar fréttir
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053

LÆKNIR LAGÐUR Í EINELTI Á FACEBOOK

$
0
0

Læknir á bráðadeild Landspítalans, sem tjáði sig við fjölmiðla um áhrif höfuðhögga eins og þeirra sem Gunnar Nelson hlaut í baradaga vikunnar, er lagður í einelti á Facebook vegna hársíddar sinnar.

Þetta byrjar svona:

Kristjón Benediktsson: Hversu mikið af bakteríum þrífast í ógreiddu hárinu og skegginu? Brandari dagsins: Þetta er læknir á bráðadeild!

Og ekki stendur á kommentunum:

Thorri Loftski:  Hef hitt hann tvisvar bráðveikur. Hann spurði hvort ég hefði íhugað afvötnun.

Karen Guðmundsdóttir: Og hvað með hann myndarlegur maður

Árni Hjörleifsson: Hann hefur bara ekki tíma til að fara í klippingu, það er svo mikið álag á bráðadeildinni, skiljið þið ekkert?

Valur Fridriksson: Sammála hann fengi ekki að vinna í matvælaiðnaði með svona bakteríubú.

Hilmar Hafsteinsson: Læknavísindin eru ófullkomin vísindi …

Óli Ólafs Olafsson: Vona bara að hann búi ekki um sár svona klæddur þessi læknir. En kom hann í fréttum þegar Gunni rotaði síðast andstæðing?

Ragnhild Hansen: mer finnst allir kallar með sitt hár og skegg sóðalegir ,en það virðist nóg framboð að sliku nuna i öllum atvinnugreinum …ojjjj

Hekla Smith: Vantar einnig tattú upp í háls og herðar.
Like · Reply · 2 · 2 hrs

Einar Haraldsson: Vá hvað hér er fordómafullt lið. Hár, skegg, com on. hafið þið virkilega ekkert þarfara að gera en rakka niður einstakling. Er þetta ekki topp læknir? Readdy á vöktum til að redda ykkur ef illa fer!

Hekla Smith: Inni á sjúkrahúsi hvort sem er í starfi við eldhús eða hjúkrun er þetta lúkk ekki boðlegt, Ætti að vera með snyrt skegg og hárnet á þessum vinnustað.

Einar Haraldsson: Einfaldlega þín skoðun. Inni á skurðstofu er þetta ekki leyft. Þetta er bara væll og leiðindi. Ekkert að þessu looki á stofugangi.

Kristjón Benediktsson: Vona að hann verði ekki á vakt ef ég mæti með opið sár.

Einar Haraldsson: Væri held ég finnt að fá hann. Hörku læknir. Enda hefur hárgreiðsla lítið að segja þar. Minnir soldið á hippatíman, þegar gamlir durtar vældu undan hársmekk.

Sveinn Eldon: Til allra hamingju fæst einungis við fólk í roti. Hann virðist vilja hræða sjúklingana með útlitinu.

Ragnhild Hansen: Sóða og subbuskapur er allsstaðar óviðeigandi, þarf engann smekk til að vita það , einfallega vanhirðing og litilvirðing mest við sjálfann sig.

Einar Haraldsson: Persónulega finnt mér þetta sóðaleg skrif, Eitthverskonar furðulegs afturhalds sem vill banna hár á mönnum en ekki konum.

Guðrún Markúsdóttir:Huh! Meðan hann kann sitt fag og sinnir starfinu sínu, þá skiptir þetta engu máli. Hann fer væntanlega í bað daglega og bindur utanum strýið á meðan hann krukkar í sárum.

Alfhild Nielsen: Ýmsum starfsstéttum er gert að nota hárnet, binda hár saman í t.d. hnút – mér finnst það alveg viðeigandi gagnvart heilbrigðisstarfsfólki með mikið hár.

Tryggvi Lilli Bjarnason: Það er nefnilega nokkuð til í þessu. Þetta kom upp á einu sjúkrahúsi í USA , eftir það voru allir læknar rakaðir og konum gert einnig að stytta hár og þrífa vel.

Og svo framvegis…


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053