Stórstjarnan Eric Clapton hefur komið árlega til Íslands til veiða og heldur því áfram.
Hingað til hefur hann flogið til Keflavíkur og tekið þar leigubíl beint í Vatnsdalsá í Húnavatnssýslu. Leigubílstjóri sem ók honum eitt sinn þessa leið segir Clapton viðfeldinn og kurteisan mann.
“Þetta var tæplega hundrað þúsund króna túr,” segir hann.
- Tipsaði hann vel?
“Já, hann var ekki spar á það. Allt í sterlingspundum.”
- Borgaði hann sjálfur?
“Nei, hann var alltaf með mann við hlið sér sem sá um allt svoleiðis.”
Nú hefur Eric Clapton breytt ferðavenjum sínum til Íslands:
Hann kemur með einkaþotu til Akureyrar og ekur þaðan sjálfur í bíl í Vatnsdalsá. Það er styttra.
—
(Frétt byggir á samtali við leigubílstjóra í Leifsstöð í morgun.)