Íþróttafréttaritarinn Edda Sif Pálsdóttir brillerar í fréttaflutningi fyrir Ríkissjónvarpið frá EM kvenna í fótbolta í Hollandi. Alltaf á tánum og með allt á hreinu.
Hún á afmæli, 29 ára, og fær hlýjar kveðjur frá pabba sínum, Páli Magnússyni fyrrum útvarpsstjóra og nú alþingismanni:
“Það væri sjálfsagt hægt að hugsa sér auðveldara hlutskipti í lífinu en að eiga Eddu Sif sem dóttur; en ekki mikið skemmtilegra. Til hamingju með afmælið, elsku Edda Sif.”