Sundlaug Vesturbæjar hreinlega sprakk í gær vegna aðsóknar og munaði þar ekki minnst um mörg hundruð skáta sem eru hér á Stóra skátamótinu. Og svo innfæddir líka.
Nánast var ófært inn í kvennaklefa vegna skótaus (sjá mynd), hrein heppni að fá skáp og nánast ómögulegt að fá sturtu.
Uppselt var í fjölskyldupottinn vinsæla og stóðu gestir þar líkt og í kokteilpartíi eða síld í tunnu.
Og þessi léku fyrir dansi á sundlaugarbakkanum.