Quantcast
Channel: Eiríkur Jónsson » Langar fréttir
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053

LEYNDARMÁLIÐ Í COSTCO

$
0
0

 

Leyndarmálið á bak við velgengni og hagnað Costco blasir við öllum viðskiptavinum verslunarinnar, en samt tekur enginn eftir því.

Nei, Costco gengur ekki út á að selja aðgang að versluninni. Enginn mætir í Costco út á meðlimakortið eitt og sér.

Sú vara sem gerir gæfumuninni fyrir Costco er að finna innst í versluninni – og þangað fara allir til að kaupa hana og sjá þá í leiðinni allt hitt sem Costco býður til sölu.

 

Klósettpappír heillin mín, klósettpappír. Allir kaupa klósettpappír í Costco, vegna þess hvað hann er góður og ódýr. Og vegna þess hvað hann er góður og ódýr koma allir í Costco og kaupa klósettpappír og svo allt hitt í leiðinni.

 

Klósettpappír er Alfa og Omega Costco, lífsins lind.

Mikilvægi klósettpappírsins fyrir Costco má meðal annars sjá í því að hillurekkarnir með honum ná yfir nokkur hundruð metra. Ekki er einu sinni hægt að taka mynd af öllu úrvalinu í einu, heldur þarf nokkrar til – og þær sem hér birtast sýna ekki einu sinni allt.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053