Þessi frétt birtist hér fyrir nákvæmlega þremur árum undir fyrirsögninni: MEÐ STÓRA KÓK Í GLERI Á FJÖLLUM:
—
Enn og aftur gleður Ljósmyndasafn Reykjavíkur okkur með mynd dagsins sem er tekin af Garðari Steinarssyni 1978.
Ekki er þess getið hvar myndin er tekin en á henni eru Jón Karl Snorrason, Hákon Aðalsteinsson og Snorri Snorrason – og af því að Hákon Aðalsteinsson er þarna hlýtur myndin að vera tekin fyrir austan.