Fjölmiðlamaðurinn knái, Hjörtur Hjartarson, er með texta eftir Megas húðflúraðann á vinstri síðu en um er að ræða eitt erindi úr meistarastykkinu Tvær stjörnur.
Lagið, og þá ekki síst vegna textans, hefur verið kjörið Besta ástarlag allra tíma hér á landi og skákar þar með Ferðalokum Jónasar Hallgrímssonar. Hér er fyrsta erindið úr Tvær stjörnur:
Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér
og ekki fæ ég miklu ráðið um það hvert hann fer.
En ég vona bara að hann hugsi svolítið hlýlega til mín
og leiði mig á endanum aftur til þín.