DV greinir frá því að Bubbi Morthens hafi látið verða af því og farið í Costco. Niðurstaða Bubba er sú að Bónus sé ódýrari og betri kostur.
Bubbi er því Bónusmaður eins og svo margir aðrir á þessum Costco-tímum en rifjast þá upp myndbirting hér frá því í nóvember 2010 þar sem Bubbi sést í hrókasamræðum við Bónusfeðgana Jón Ásgeir og Jóhannes heitinn Jónsson fyrir utan sumarhöll Jóhannesar í hlíðinni fyrir ofan Akureyri.
Myndin vakti mikla eftirtekt og úr urðu margar fréttir – hér er ein.