Neytendahornið
—
Cheerios er ekki það sama og Cheerios. Þetta í gulu pökkunum, sem Íslendingar hafa hesthúsað í gámavís áratugum saman er bráðhollt, trefjaríkt og með lítið sykurinnihald.
-
Costco selur annað Cheerios og þó nafnið sé það sama þá gæti það komið úr öðru sólkerfi. Cheeriosið í Costco er vissulega trefjaríkt, en sykurinnihaldið í því er 21 grömm í hverjum 100 grömmum af kornmeti, á meðan gula Cheeriosið er aðeins með 4,5 grömm af sykri í hverjum 100 grömmum. Cheeriosið í Costco er því með tæplega fimm sinnum meiri sykur en það gula.
-
Costco selur annað Cheerios og þó nafnið sé það sama þá gæti það komið úr öðru sólkerfi. Cheeriosið í Costco er vissulega trefjaríkt, en sykurinnihaldið í því er 21 grömm í hverjum 100 grömmum af kornmeti, á meðan gula Cheeriosið er aðeins með 4,5 grömm af sykri í hverjum 100 grömmum. Cheeriosið í Costco er því með tæplega fimm sinnum meiri sykur en það gula.
-
Hvernig stendur á því að sama vöruheitið er svona rosalega mismunandi? Gula Cheeriosið er frá General Mills í Bandaríkjunum og þaðan hafa Íslendingar fengið það í gegnum árin. Reyndar er það svo að gula Cheeriosið fæst hvergi í Evrópu nema á Íslandi. Costco Cheeriosið er framleitt af Nestlé og er selt víðast hvar í Evrópu.
-
Hvers vegna Nestlé kýs að hafa svona mikinn sykur í sínu Cheeriosi er ráðgáta.
-
-