Úr stigaganginum í Valhöll:
—
Innan Sjálfstæðisflokksins er nú unnið að því að fá Unni Brá Konráðsdóttur til að bjóða sig fram til varaformanns flokksins á landsfundinum í haust.
Unnur Brá er forseti Alþingis og hefur á skömmum tíma náð traustum tökum á því embætti og nýtur virðingar samherja og stjórnarandstæðinga. Hún þykir lagin að sætta sjónarmið og koma málum áfram.
Aðrir velta fyrir sér embættinu, þar á meðal Þórdís Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra. Hún þykir hafa farið ágætlega af stað í embætti en hefur ekki sömu reynslu og Unnur Brá sem situr nú á þingi sitt þriðja kjörtímabil.
Heimildir úr stigaganginum í Valhöll herma að sjálfstæðismenn telji eiginleika Unnar Brár og reynsla hennar muni nýtast vel í forystusveit flokksins ef hún gefur kost á sér.