Þeir fara alla leið með ísinn í Íran og úr verður list.
Myndin er ein af fjölmörgum sem Íraninn Morteza Songolzadeh hefur verið að birta frá heimalandi sínu en hann lenti í klandri sem hælisleitandi hér á landi en hann var ofsóttur í Íran vegna kristinnar trúar sinnar. Morteza hafði betur með hjálp góðra manna, unir nú hag sínum vel í Reykjavík og stundar nám við Tækniskólann.