Quantcast
Channel: Eiríkur Jónsson » Langar fréttir
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053

MYND GÆRDAGSINS

$
0
0

Netfárið vegna klæðaburðar Kolbrúnar Benediktsdóttur saksóknara í gær tekur á sig ýmsar myndir og hér er sú nýjasta eftir Lilju Sigurðardóttur rithöfund og leikskáld. Hádramatísk mynd með frönskum texta og tilvísun í annan harmleik og stærri í París fyrir nokkrum árum.

Lilja er fædd árið 1972. Fyrsta bók hennar, glæpasagan Spor, kom út árið 2009 og hlaut góðar viðtökur. Ári síðar gaf hún út aðra spennusögu, Fyrirgefninguna. Leikrit Lilju, Stóru börnin, var sýnt veturinn 2013-2014 og hlaut Grímuverðlaunin fyrir leikrit ársins 2014.

Árið 2015 kom Gildran út, fyrsta bók Lilju í nýjum glæpasagnaflokki um Sonju, einstæða móður sem leiðist út í eiturlyfjasmygl. Gildran vakti áhuga erlendra útgefenda og hafði útgáfurétturinn þegar verið seldur til Frakklands er bókin kom út á Íslandi.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053