Samkvæmt traustum heimildum er uppnám í bardagaíþróttafélaginu Mjölni sem vaxið hefur gríðarlega á síðustu árum og er að verða eitt það stærsta í Evrópu.
Heimildir herma að formaðurinn, Jón Viðar Arnþórsson, hafi verið látinn fjúka í gær og sitji framkvæmdastjórinn, Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars Nelson, nú einn við stjórnvölinn. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki náðst samband við þá tvo en Haraldur Dean var á skrifstofu sinni í dag en Jón Viðar ekki.
Í framhaldi af væringum þessum er sagt að stuðningsmenn brottræka formannsins, Jóns Viðars, hyggi á stofnun nýs klúbbs á nýjum stað en Mjölnir flutti fyrir skemmstu af Seljavegi í vesturbæ Reykjavíkur í gömlu Keiluhöllina í Öskjuhlíð.