Þessum bíl var parkerað fyrir framan inngang húss á horni Öldugötu og Drafnarstígs snemma á Menningarnótt. Prúðbúin fjölskylda sást yfirgefa bílinn og ganga í miðbæinn á vit gleði kúltúrsins.
Síðan hefur bíllinn staðið þarna.
Fólk getur týnt húslyklum, símum og kreditkortum. En ekki heilum bíl.
Í bakgrunni sést forláta reiðhjól sem læst var við einstefnuaksturmerki á sama tíma. Eigandinn hefur ekki látið sjá sig síðan.
Eru Íslendingar orðnir svo ríkir að þeir geti bara hent bílum og hjólum eins og ekkert sé?