–
Erlendir ferðamenn eru nánast hættir að panta svefnpokagistingu. Þeir eru búnir að skipta um gír og gista núna í svefnpokum sínum í hinum vinsælu camper bílum, sem eru sendiferðabílar leigðir út til ferðalaga.
Meira að segja á mörgum eftirsóttustu áfangastöðum landsins, þar sem panta þarf gistingu með margra mánaða fyrirvara, er hætt að biðja um svefnpokapláss og víðast hvar hefur þeim verið breytt í uppábúin rúm.
Áður fyrr tóku sparnaðar-ferðamenn litla bíla á leigu og gistu í svefnpokaplássum. Núna taka þeir campera á leigu og sofa í þeim – fyrir svipaðan kostnað. Sjálfsagt er það óvistlegri gistikostur og hreinlætisaðstaða ekki innifalin. En á móti kemur að ferðamennirnir stoppa og gista þar sem þeim hentar.
Camperum hefur fjölgað gríðarlega á bílaleigum og eru í stanslausri útleigu.